6.4.2012 | 07:53
Evrópusambandið og atvinnuleysi
Gjarnan er því haldið fram, að innan Evrópusambandsins sé að finna ávísun á stórfellt atvinnuleysi. Oftar en ekki er minnt á Spán í þessu samhengi, en atvinnuleysi á þeim bæ nálgast nú jafnvel fjórðung atvinnubærra, sem auðvitað er sorglegt. Hugsa sér hvað þessi fjórðungur gæti lagt fram í þjóðarbúskapinn.
Það er hins vegar alrangt að tengja atvinnuleysið á Spáni við Evrópusambandið.
Atvinnuleysi hefur, því miður, alla tíð verið mjög mikið á Spáni og verið bæði árstíðabundið og tengt ýmsum lýðfræðilegum þáttum. Þetta má m.a. lesa úr gögnum OECD.
Áður en Spánverjar gengu í ESB (1986), var einnig gífurlegt atvinnuleysi. Enn meira en opinberar tölur gáfu til kynna m.a. vegna þess að fyrirtæki voru oft á tíðum yfirmönnuð.
Á tímabili rétti úr kútnun, ekki síst vegna framkvæmda við byggingar. Á Spáni varð eignarbóla, rétt eins og á Íslandi,og þar með mikið fjör í byggingariðnaðinum.
Atvinnuleysið minnkaði enda mikið fram til 2008. Svo kom Hrunið, á Spáni eins og á Íslandi.
Nú er við frostmark í byggingariðnaðinum á Spáni. Minnir það ekki á Ísland?
Atvinnuleysið á Spáni, frekar en Íslandi, er ekki hægt að rekja til aðildar að Evrópubandalaginu. Þar er um aðra þætti að ræða.
Þvert á móti er auðvelt að leiða líkum að því gagnstæða. Evrópusambandsaðild hefur reynst Spánverjum notadrjúg við uppbyggingu iðnaðar í víðtækum skilning.
Það blæs á móti nú um stundir vegna fjármálakreppu á alheimsvísu og óábyrgrar skuldasöfnunar og hagstjórnar í Evrópu - og þar með talið Íslandi.
Að tengja þessar hamfarir við Evrópusambandið er bæði rangt og villandi.
Athugasemdir
Atvinnuleysið hér hjá okkur er um 7% og okkur þykir það vera langt yfir ásættanleg mörk. Gjörsamlega utan alls velsæmis.
Innan ESB er meðaltalið nú um 10,8% og einungis fjögur lönd innan samtakanna þar sem minna atvinnuleysi mælist en hér á landi, ennþá!
Spánn og Grikkland standa vissulega uppúr innan ESB landa, þegar um atvinnuleysi er að ræða, enda mælist í þessum löndum yfir 20% atvinnuleysi og á Spáni mælist atvinnuleysi ungs fólks yfir 50%, örlítið minna í Grikklandi. Fyrirsjánlegt er að það á eftir að aukast til muna í báðum þessum ríkjum og reyndar öllum ríkjum ESB, vegna tilskipana frá Brussel um stórfelldan samdrátt.
Þá ber að gæta þess að sumir vilja meina að mælikvarðinn sem notaður er til að mæla atvinnuleysi hér á landi, sé rangur. Að frekar ætti að mæla fjölda virkra starfa. En mælikvarðinn á Spáni er þó enn rangari. Að vísu er sama hugmyndafræðin notuð þar og hér, þ.e. fjöldi þeirra sem skrá sig atvinnulausa.
En það eru fáir sem skrá sig atvinnulausa nema þeir eigi kost á atvinnuleysisbótum. Á Spáni er fólk mun skemur á bótum en hér á landi, því má gera ráð fyrir að mun fleiri séu atvinnulausir þar en tölur gefa til kynna. Þetta á reyndar við um flest ríki innan ESB.
Gunnar Heiðarsson, 6.4.2012 kl. 09:35
Lönd sem hafa ekki sína eigin mynt , eru og virðast vera í þessum miklu kröggum. Að hafa sýna eigin mynt,hlýtur að geta afstýrt algjöru hruni.Hvað með margblessaða landið okkar.! Ýmislegt hefur tekist hér , en samt má betur fara að mínu mati,ekki er fullreynt ennþá. Hvernig hefði farið fyrir okkur ef við hefðum verið með þessa Evru.? Spesiallistar segja að það hefði verið hreinasta hörmung ef Evran hefði verið.
Atvinnuleysi á Spáni núna hefur aldrei verið meiri í sögu þess á friðartímum.
Handstýring ESB-klíkuveldisins í Brussel er sú að kýla niður þjóðir og ná yfirráðum á þeim,í formi ólýðræðislegra vinnubragða,líkt og sjá má með Írland,Grikkland.
Evran hefur ekki reynst öllum aðildarríkjunum sem lausn ó nei.Hún er frekar sem skaðvaldur og nýtist einungis þeim þjóðum sem VÖLDIN hafa innan ESB.
Númi (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 09:42
Vil leggja hér orð í belg. En ég hef búið í ESB og EVRU ríkinu Spáni undanfarin 4 ár. Þar áður bjó ég í ESB landinu Bretlandi um tíma.
Ég tel EVRUNA eiga stóran þátt í því hvað Spánn á erfitt með að rétta úr kútnum og hversu atinnuleysið hér er geigvænlegt.
Hér er búið að lækka laun opinberra starfsmanna með handafli og á almennum vinnumarkaði, hefur markaðurinn og aum staða launþega sjálfkrafa séð um að lækka hér öll laun. Allar bætur, ellilífeyrir, örorkubætur og atvinnuleysisbætur hafa einnig verið skornar niður umtalsvert. Atvinnuleysisbætur falla niður í aumingjabætur eftir eins árs samfleytt atvinnuleysi eða niður í aðeins 400 Evrur á mánuði. Sem er alger niðurlæging því að þú dregur ekki fram lífið á því nema kannski með því að búa enn á hótel mömmu í fríju fæði og húsnæði. Eins og reyndar er ömurlegt hlutskipti margra fjölskyldna.
Atvinnulífið er á heljarþröm og bankakerfið í raun gjaldþrota.
En þetta dugir ekki til, það þarf meira að koma til.
Til þess að koma hjólum atvinnulífsins hér á skrið og minnka atvinnuleysið og örva ferðamannastrauminn þá þyrfti til viðbótar u.þ.b. 30 til 40% gengisfellingu.
En Spænska stjórnin ræður ekki eigin gengi eða eigin peningamálastefnu.
Því að gallinn er sá að hún situr uppi með helfrosin skuldavafning sem heitir EVRA !
Gunnlaugur I., 6.4.2012 kl. 10:08
Hvað með Grikkland, Írland, Ítalíu, Potúal .... Hefurðu einhverja hugmynd um það hvað þú ert að segja eða er þetta skrifað af trúarlegri blindu og afneitun?
23 af 27 evróppubandalagsjóðu er með hærra atvinnuleysishlutfall en hér.
Atvinnuleysi á Spáni hefurávallt verið nálægt meðaltali ESB og heldur lægra ef eitthvað er. Þú forðast eðlilega að birta tölur til fulltingis máli þínu um að þetta sé bara business as usual þar í landi. Það er helbert þvaður.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.4.2012 kl. 10:38
Allir nema hagfræðingar Evrópuráðsins fullyrða og vita að orsökin er Evran og sú vitfirrta útópía sem henni er fylgjandi.
Áttu enga skömm til?
Jón Steinar Ragnarsson, 6.4.2012 kl. 10:41
Atvinnuleysi er enn að aukast á EVRU svæðinu og er nú að meðaltali 10,8% sem er meira en 50% meira en það er á Íslandi í dag.
EVRU svæðið er nú mesta og versta atvinnuleysisbæli meal iðnvæddra svæða heimsins.
EVRU svæðið er í samdrætti og djúpri kreppu, með öfugan hagvöxt. Enda er það versta hagvaxtarsvæði heimsins.
EVRU svæðið býr við alvarlega banka- og fjármálakreppu ! Trilljón EVRU björgunarsjóðurinn var hreint neyðarúrræði og er hreint brjálæði !
EVRU svæðið býr við vaxandi þjóðfélagslegan og stjórnmálalegan vanda. Þar sem óánægjan stigmagnast og er sums staðar nálægt því að vera hægt að kalla upplausnarástand. Þar sem mótmæli, óeirðir og verkföll færast sífellt í aukana.
Allar hagspár alþjóðlegra stofnana og fyrirtækja segja að á nær öllum sviðum lífskjara og framþróunar þá séu horfur til langs eða skamms tíma á EVRU svæðinu annaðhvort dökkar eða kolsvartar.
Samskonar horfur fyrir Ísland til skamms eða langs tíma eru flestar alveg þvert á móti því að þær eru annaðhvort nokkuð bjartar eða jafnvel alveg skínandi bjartar.
Ætli þetta séu allt tómar tilviljanir ? Nei - ég held ekki !
Gunnlaugur I., 6.4.2012 kl. 11:59
Þakka fyrir athugasemdir við greinarstúfinn.
Ástæðan fyrir því að ég skrifaði þetta, var fyrst og fremst sú, að mér finnst umræðan um ESB vægast sagt dellukennd, áróðurskennd og oft vitlaus.
Ég var ekki að skrifa um evruna. Ég fjallaði um Evrópusambandið. Á þessu er munur.
Aðalatriðið er, að mikið atvinnuleysi er ekki endilega vegna Evrópusambandsins, eins og sumir vilja telja okkur trú um. Það eru ýmsir aðrir þættir sem máli skipta.
Ég var á Spáni 1976, tíu árum áður en Spánverjar gengu í bandalagið eins það var kallað í þá tíð. Mér er minnistætt að ég kynntist manni sem starfaði í ferðaþjónustunni og upplýsti mig um að atvinnuleysið í bænum hans væri 95% utan háannatímans, þ.e. á sumrin. Þá slagaði atvinnuleysið í 30% þar. Á Spáni hefur atvinnuþátttaka ávallt verið lítil og sú minnsta í Evrópu, ef ég man rétt.
Spánverjar gengu í Evrópusambandið 1986. Atvinnuþáttaka frá 1976 til 1996 jókst úr tæpum 37% í 41%. Hvað segir það okkur um ESB? Satt að segja er ég ekki viss um að orsakasamhengi sé þarna, því það eru svo ótal margt annað sem hefur áhrif. T.d. minnkaði atvinnuþátttaka karla úr 76% í 67%, en jókst hjá konum úr 29% í 37%. Ástæðan fyrir minni atvinnuþátttöku karla er sú að þeir komu síðar inn á atvinnumarkaðinn 1996 en 1976 og fór fyrr af honum.
Ég hef á liðnum fjórum árum unnið töluvert í Svíþjóð og fullyrði að þar er almennt litið svo á að inngangan í sambandið hafið verið framfaraspor, þegar til atvinnþáttöku er litið. Atvinnuleysi þar er núna um 7,5% en var 9% fyrir um ári síðan. Hvað sannar það? Erfitt er að sýna fram á orsakasamhengið. Hugsanlega má finna skýringu í því að þeir halda í krónuna. Hver veit?
Allt tal um að samasemmerki sé milli atvinnuleysis og Evrópusambandsins finnst mér meira eða minna áróður, sem stenst enga skoðun.
En aftur, takk fyrir þáttökuna í umræðunni. Ég hef trú á því að hreinskipt og öfgalaus skoðanaskipti séu nauðsynlegar okkur til að taka vitrænar ákvarðanir.
Sturlaugur Þorsteinsson, 6.4.2012 kl. 13:12
Þú kýst semsagt að taka ákveðna fasta út úr jöfnunni til að fá hentuga niðurstöðu. Sleppum evrunni semsagt og skoðum þetta bara í samhengi ESB segir þú. Ok. Skoðaðu tölur um þróun atvinnuleysis í Danmörku frá inngöngu. Berðu það saman við atvinnuástandið hér á sama tíma.
Það eru frábær rök að geta nefnt 95% atvinnuleysi á einhverjum útnára á Spáni á ákveðnum tíma eftir munnmælum. Lægstu samnefnarar eru nógu góðir þegar það hentar spunanum eða hvað?
Það stendur ekki steinn yfir steini í þessari trúarritgerð þinni með fullri virðingu annars. Niðrstöður ykkar eftir samlestur og bænahring hjá evrópusamtökunum og Já Ísland eru bara trúverðugar innan þess hrings vegna trúarlegrar sjálfsefjunnar. Í samanburði við raunveruleikann utan þess hrngs verður þetta eins og hvert annað óráðshjal öfgatrúarkölts, sem þetta í raun er.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2012 kl. 02:24
Jón Steinar: þú ert skínandi dæmi umræðuna. Hún er dellukennd, full af fordómum og þvælu. Með fullri virðingu. Útnári, eins og þú kýst að nefna það, var kannski Raufarhöfn Spánar. Aðalatriðið er að þetta var og er raunveruleikinn.
Þetta hefur ekkert, nákvæmlega ekkert, með Evrópusambandið að gera. Aðrir þætti spila miklu fremur inn í.
Það sem ég er að koma á framfæri er þetta: Það er rangt að tengja saman mikið atvinnuleysi við Evrópusambandið. Ég tel mig geta sýnt fram á það með tölfræðilegum gögnum að þarna er ekkert samhengi, amk. till skemmri tíma litið. Þegar litið er til lengri tíma tel ég raunar að aðild hljóti að vera öllum almenningi til góðs. En það er örugglega hægt að finna ýmsa sérhagsmunahópa sem telja það henta sér að vera utan ESB. Og þeim er fjandans sama um hagsmuni heildarinnar.
Við þessu er svo að bæta, að Raufarhöfn er sjarmerandi og fallegur staður þar sem ég hef átt yndislegar stundir í góðra vina hóp. Raufarhöfm átti sinn stórveldistíma, en dalaði á síðari árum. Ekki vegna Evrópusambandsins. Gott ef kvótinn var ekki að stærstum hluta seldur þaðan. Dapurlegt.
Sturlaugur Þorsteinsson, 7.4.2012 kl. 08:16
DAUNILL ERU DIGURMÆLIN ÞÍN STURLAUGUR.
Númi (IP-tala skráð) 7.4.2012 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.